Presentation laddar. Vänta.

Presentation laddar. Vänta.

Leikir í tungumálakennslu

Liknande presentationer


En presentation över ämnet: "Leikir í tungumálakennslu"— Presentationens avskrift:

1 Leikir í tungumálakennslu
Agnes, Björn, Eva Hrönn, Herdís, Magnús og Marianne

2 Leikir í kennslu? „Það er þekt og viðurkent af flestum þeim, er við uppeldi fást, að áhugi sé undirrót allra þrifa í skólunum. Það er víst, að ekkert námsefni, sem enn er þekt, vekur eins mikinn áhuga og leikir.“ Steingrímur Arason 1921: 5

3 Fræðilegar forsendur Sálfræði, félagsfræði, læknisfræði, íþróttafræði,
taugafræði og kennslufræði

4 Tilfinningalegir kostir:
Minnka tilfinningalegar hömlur, hvetja til frumlegrar og sjálfsprottinnar notkunar tungumálsins, auka samskiptahæfni, áhugahvetjandi, skemmtilegir. Vitsmunalegir kostir: Efla kunnáttu, rifja upp og auka við kunnáttu, samskiptaleg áhersla á málfræði. Bekkjarandi: Nemendamiðað, kennari sem liðsveitandi (facilitator), efla bekkjaranda, hvetja til þátttöku alls bekkjarins, leiða til heilbrigðrar samkeppni. Aðlögunarhæfni: Auðvelt að aðlaga að aldri, hæfni nemenda og áhugamálum, nota alla fjóra færniþætti, þarf lítinn undirbúning eftir þróun leikjanna. Lengeling og Malarcher 1997

5 „Því betur sem hlúð er að henni [eðlishvöt leiksins] á hollan hátt, því meiri verður hamingja einstaklingsins og þjóðarinnar.“ Steingrímur Arason 1921: 3

6 Könnun um notkun leikja
Samantekt á niðurstöðum 62 kennarar 22 skólar

7 Hvaða tungumál eru kennd?
Enska: 125 kennarar (24 svör – 19%) Danska: 72 kennarar (13 svör – 18%) Þýska: 63 kennarar (11 svör – 17,5%) Spænska: 32 kennarar (9 svör – 28%) Franska: 24 kennarar (8 svör – 33%) Latína: 3 kennarar Ítalska, rússneska, japanska: 2 kennarar Gríska, sænska, norska: 1 kennari

8 Svarhlutfall eftir tungumálum

9 Leikir eru notaðir...

10 Eftir tungumálum

11 Finnst kennurum leikir virka?

12 Hvers konar leikir? Kennarar sem nota leiki mjög lítið
4 nefndu krossgátur og orðaleiki 3 nefndu bingó og hlutverkaleiki 2 nefndu hengimann og spurningaleiki 1 nefndi ratleiki, hermileiki, Scrabble, púsl, spil, leikræna tjáningu, þrautir, athyglisleiki, námsspil og hópeflisleiki.

13 Hvers konar leikir? Kennarar sem nota leiki mjög mikið
5 nefna spurningaleiki og hlutverkaleiki 4 nefna orðaleiki og leikræna tjáningu 3 nefna þrautir, námsspil og keppnir 2 nefna minnisleiki, rökleiki og hópeflisleiki 1 nefnir ratleiki, hermileiki, spil, heilabrot, hreyfileiki, teiknileiki og borðspil

14 Tilvitnanir “Nemendum finnst oftast skemmtilegt þegar hefðbundin kennsla er brotin upp með leikjum en þeir taka því ekki neitt sérstaklega alvarlega, þ.e. líta bara á þetta sem afþreyingu eða skemmtiatriði en ekki að leikir séu notaðir í kennslunni í einhverjum ákveðnum lærdómstilgangi.” Þýskukennari

15 Tilvitnanir ,,Við syngjum heilmikið og það finnst þeim gaman, þau hreinlega heimta að fá að syngja. Hins vegar situr ekki meira eftir – eða jafnvel minna – en eftir venjulegar æfingar. Það er eins og þau skynji leik sem leik og hitt er lærdómur.” Þýskukennari

16 Tilvitnanir “Þegar unnið er með orðaforða eða málfræði keppast lið t.d. um að vita hvað orð þýða, stafsetja rétt, beygja sagnir o.s.frv. Til að auka skemmtunina er stundum bætt við t.d. að hlaupa eftir bjöllu, hitta bolta í körfu eða eitthvað slíkt, en mikilvægt finnst mér að hafa sem mesta fjölbreytni og hafa líka rólega leiki.” Enskukennari

17 Tilvitnanir “Leikir og spil gera kennsluna lifandi og skemmtilega og er (sic) afar gagnleg í tungumálanámi. Möguleikarnir eru ótrúlega margir.” Dönskukennari í V.Í.

18 Tilvitnanir “En mér finnst ég ætti að gera meira af því að leyfa nemendum að leika og veit því ekki hvort ég á að svara mikið eða lítið því ég nota þá mikið miðað við suma en ekki nógu mikið að mínu mati.” Spænskukennari

19 Kanelbullen Gå i en lång rad och hålla varandra i händerna.
En går först och leder raden som i en spiral (kanelbullen). Gå vidare och låt cirkeln bli mindre och mindre. Till slut går det inte att gå längre för den som är längst in Då tar den sin lediga hand och räcker till den som står sist i ledet, ytterst i kanelbullen. Från det läget ska man sedan reda ut bullen igen, utan att släppa händerna, så att man hamnar i en vanlig cirkel. Ath! Ekki gefast upp.

20 Kanilsnúðurinn Mynda á langa röð og haldist er í hendurnar á næsta manni. Sá fremsti í röðinni leiðir hana í spíral (kanilsnúð). Haldið áfram að ganga og látið hringinn verða minni og minni. Að lokum er röðin orðin svo þétt að hinn fremsti kemst ekki lengra. Þá tekur hann í (með lausu hendinni) í höndina á honum/henni sem er seinastur í röðinni. Frá þessu á maður að reyna að komast út úr snúðnum, án þess að sleppa höndunum á hvort öðru, svo að nemendurnir endi í venjulegum hring. Ath! Ekki gefast upp.


Ladda ner ppt "Leikir í tungumálakennslu"

Liknande presentationer


Google-annonser