Ladda ner presentationen
Presentation laddar. Vänta.
1
Skipta öll móðurmál máli í íslenska grunnskólanum?
Kristín Hjörleifsdóttir Meira en að segja það 28 December 2018
2
Mikilvægi móðurmálsins fyrir einstaklinginn og samfélagið
Almennt viðurkenndar niðurstöður Málþroski og málkunnátta byggja á þóun móðurmálsins Málþroski er forsenda vitsmunaþroskans Móðurmálið tengist sjálfsmyndinni og hefur því táknrænt gildi fyrir einstaklinginn – mikilvægt sameiningartákn minnihlutahópa Áhættuþætir ef móðurmálþroskinn staðnar eru m.a. félagsleg einangrun erfiðleikar með að ná dýpri skilningi og merkingu á máli sem ekki er aðstæðubundið aukið brottfall innflytjendabarna úr framhaldsskóla Börn læra að fyrst að skilgreina umhverfi sitt með merkingakerfi móðurmálsins og ef þau ná ekki að þroska þessar rætur og viðhalda þeim er hætt á hömlun á áframhaldandi mál- og vitsmunaþroska og námsgeta skerðist til frambúðar. Tungumáli er helsta verkfæri manneskjunnar til að hugsa, tjá sig og hafa samskipti Í gegnum tungumálið þróar einstaklingurinn sjálfsmynd sína tjáir tilfinningar og hugsaniir og lærir að skilja hvernig öðrum líður og hvernig þeir hugsa. Að hafa ríkt og fjölbreytt tungumál er mikilvægt til að hafa skilning á og geta starfað í samfélagi þar sem mismunandi menning , lífsskoðanir, kynslóðir og tungumál mætast Att ha tillgång till sitt modersmål underlättar också språkutveckling och lärande inom olika områden. MODERSMÅL LGR 11 Tungumálið er mikilvægt sameiningartákn minnihlutahópa og er órjúfanlegur hluti af menningu þeirra. Tungumálið er það merkingarkerfi sem gerir menningu sérstæða og því er það nátengt heimssýn menningarheima og tengis þannig sjálfsmynd hvers einstaklings sem tengist ákveðnum menningarheimi Hætta er á að börn verði félagslega einangruð ef þau glata móðurmáli sínu. Annars vegar er hætta á að tengls rofni við upprunahóp/menningu og hins vegar er hætta á að barninu takist ekki að tileinka sér tungumál meirihlutans vegna vitsmunanlegra takmarkana sem skortur á móðurmálsþroskanum veldur. Kristín Hjörleifsdóttir Meira en að segja það 28 December 2018
3
Mikilvægi móðurmálsins fyrir annað nám
Formleg kennsla í móðurmálinu hefur forspárgildi um árangur í námi annars máls. (Thomas og Collier 1997) Ef börn ná ekki valdi á blæbrigðaríku móðurmáli þá eru þau í áhættu hvað varðar að ná valdi á meirhlutatungumálinu sem hefur síðan neikvæð áhrif á áframhaldandi skólanám ( Corson 1994) Móðurmálskennsla er mikilvæg ef stefna á að virku tívtyngi. (Københavnerstudier i tosprogedhed ) Hið félagslega grunnvandamál í menntun minnihlutahópa er ákvörðunin um hvar og hvenær við eigum að sjá til þess að þau fái tungumálanám sem auki möguleika þeirra til að hafa aðgang að félagslegum aðstæðum þar sem þeirra eigið tungumál er notað. Fyrir þessi börn eru oft of fá tækifæri til málnotkunar á móðurmálinu til að þau geti náð það góðu valdi á blæbrigðum og mismunandi notkunarsviðum á því tungumáli til að geta talist fullgildir málnotendur á því. Á sama hátt munu sömu börn vera í áhættuhópi hvað það varðar að geta náð valdi á meirihlutatungumálinu og í kjölfarið hefur það áhrif á vitsmunaþroskann og almennt áframhaldandi skólanám ( Corson 1994) Kristín Hjörleifsdóttir Meira en að segja það 28 December 2018
4
Mikilvægi fjölskyldunnar
Nauðsynlegt að nota móðurmálið sem samtalsmál við börnin eykur Ef um fleiri mál á heimili er að ræða þá á hver og einn þá á hver og einn að tala sitt móðurmál við barnnið Að lesa fjölbreyttan texta er mikilvægt fyrir orðaforðann og almennan skilning Að ræða við börnin um það sem þau eru að læra í skólanum Auðveldar þeim skilninginn á nýrri þekkingu Mikilvægt er að börnin hitti reglulega aðra sem tala sama tungumál Ef barnirð á að auka orðaforðasinn og fá blæbrigðaríkt mál er nauðsyn að nota málið I sem fjölbreytilegustu samhengi. Við kennarar upplifum oft að nemendur ræða lítið við foreldra sína um sk´lann og foreldrarnir eru því litið innsettir þiþað sem börnin eru að gera . Mörgum finnst að skólinn eigi að sjá um námið og þeir þurfi ekkert að koma þar að málum . Kristín Hjörleifsdóttir Meira en að segja það 28 December 2018
5
Hver er stefna menntayfirvalda?
Hlutverk grunnskóla m.a. að haga störfum sínum í sem fyllstu samræmi við eðli og þarfir nemenda og stuðla að alhliða þroska, heilbrigði og menntun hvers og eins. Þessi lagagrein á líka við um nemendur sem hafa annað móðurmál en íslensku og stunda nám í íslenskum skólum.( Lög um grunnskóla2. gr, nr. 66/1995 Allir nemendur nemendur í grunnskólum, er hafa annað móðurmál en íslensku og hafa fasta búsetu hér á landi, eiga rétt á sérstakri kennslu í íslensku (Reglugerð nr. 391/1996) Í námsskrá í íslensku frá 2007 segir enn fremur: Mikilvægt er að nemendur í grunnskólum með annað en íslensku viðhaldi móðurmáli sínu eftir því sem kostur er. Stefnt er að því að nemendur öðlist virkt tvítyngi ( aðalnámsskrá 2007) Í íslensku námsskránni er tvítyngi skilgreint í þeirri víðu merkingu að sá einstaklingur sem notar fleiri en eitt tungumál jöfnum höndum í sínu daglega lífi sé tvítyngdur (eða fleirtyngdur) án tillits til hversu mikla kunnáttu hann hefur í hvoru máli fyrir sig,(Aðalnámsskrá grunnskóla. Íslenska sem annað tungumál, 1999 og 2007). Kristín Hjörleifsdóttir Meira en að segja það 28 December 2018
6
Í drögum að nýrri námsskrá í íslensku 2012 segir hins vegar einungis :
Virkt tvítyngi?? Markmiðin námsskrár 2007 fela í sér að íslenska sem annað tungumál sé lykill að íslensku skólastarfi íslensku samfélagi virku tvítyngi tveimur menningarheimum (AÐALNÁMSKRÁ GRUNNSKÓLA – ÍSLENSKA 2007) Í drögum að nýrri námsskrá í íslensku 2012 segir hins vegar einungis : “Það er mikilvægt fyrir sjálfsmynd nemenda með annað móðurmál en íslensku að tekið sé tillit til þekkingar þeirra og færni í eigin móðurmáli og nauðsynlegt að þeir viðhaldi því svo sem kostur er. Er hægt að ná síðustu tveim markmiðunum frá 2007 námsskránni ef nemendur eru að fá litla sem enga kennslu í og á móðurmáli sínu. Móðurmálskennslan er ekki skylda og engin krafa er um samræmda námsskrá sem leggur upp leiðir að þessum uppsettu markmiðum. Þó svo að skólinn styðji móðurmálkennsluna heilshugar og hvetji foreldra til að láta börn sín taka þátt í slíkri kennslu þá er tengingin milli skóla og móðurmálskennslu takmörkuð í flestum skólum. Foreldrar hafa síðan mismunandi viðhorf til móðurmálskennslunnar og eru misupplýstir um mikilvægi hennar fyrir námsgengi barna sinna.í athugun sem ég gerði á viðhorfum foreldra í nokkrum skólum árið 2008 kom þetta einmitt fram en einnig að sumir telja kennsluna bara trufla íslenskukennsluna og tefja aðlögunina að íslensku samfélagi. Öðrum finnst erfitt að fá börn sín til að mæta í kensluna þar sem hún er eftir skóla eða á laugardögum eða kennslan er ekki í hverfinu og það þarf að keyra krakkan þangað og sækja Í drögunum að nýju námsskránni sem nú er í smíðum er ekkert minnt á markmiðið um virk tvítyngi svo spurningin er hvort námsskrársmiðir hafi áttað sig á að miðað við nðuverandi aðstæður þá sé skólinn ekki að uppfylla þetta markmið Kristín Hjörleifsdóttir Meira en að segja það 28 December 2018
7
Getum við uppfyllt markmiðin með því sem er í boði?
Íslenska –miðuð við nemendur sem hafa íslensku sem móðumál skylda Íslenska sem annað mál (ISA) – í boði í flestum skólum fy rtu árin Stuðningskennsla á móðurmáli – sjaldgæf Námsgreinabundin íslenskukennsla í boði í einstaka skólum, kemur fyrir sem valgrein, eða innbökuð í ISA Móðurmálskennsla nemenda með annað móðurmál en íslensku; ekki skylda , er ekki á vegum skólans- en getur verið í samstarfi við skólann. Kennsla utan skólatíma, í heimaskóla eftir því sem kostur er eða í fjarnámi. Móðurmál sem valgrein - heimilað Móðurmál í stað náms í erlendu tungumáli ( oftast dönsku)- heimilað. Hér er verkefni skólans helst tengt því að auka íslenskukunnáttun. Áhersla er lögð á það í námsskrá hve mikilvægt Íslenskunám sé fyrir innflytjendur til að verða virkir þátttakendur í nýju samfélagi og það sé m.a. Hlutverk skólans að stuðla að því. Nám í greininni íslenska sem annað mál er samkvæmt námsskrá ekki eingöngu tungumálanám heldur miðar að því að nemendur með annað móðurmál en íslensku fylgi jafnöldrum sínum í öllu námi eftir því sem kostur er. Þetta þýðir að viðfangsefni íslensku sem annað tungumál tengjast öllum námsgreinum og er samþætting því nauðsynleg segir í námsskrá frá 2007 Nú 5 árum síðar er ég ekki viss um að allir skólar hafi tekið til sín tilmælin um samþættingu námsgreina eins og það er hugsað hér. Til að uppfylla þessa kröfu þá þyrfti að endurhugsa námsfyrirkomulag auka samvinnu kennara og endurmenntakennara í aðferðafræðinni sem tengist námsgreinabuninni tungumálakennslu Stefnt er að virku tvítyngi nemenda enda er góð kunnátta í móðurmáli undirstaða læsis, góðrar færni í seinna máli og eðlilegrar framvindu í námi almennt. Þetta virðist vera nokkurs konar þversögn. Hvaða skilaboð erum við að senda nemendum þegar móðumálið þeirra er ekki gert hærra undir höfði Kristín Hjörleifsdóttir Meira en að segja það 28 December 2018
8
Erum við í takt við rannsóknarniðurstöður?
Það tekur tíma að ná valdi á námstengdu máli ( akademic skill) í nýju tungumáli. Að gera málaskipti á viðkvæmun skeiði í máltökuferlinu hefur áhrif á þróun málþroskans og getur haft áhrif á þróun vitsmunaþroskans Til að tryggja vitsmunalegan og fræðilegan árangur nemenda í öðru máli er mikilvægt að fyrsta málkerfi nemenda, munnlegt og skriflegt, hafi þróast á hátt vitrænt stig (Thomas og Collier 1997) Tungumálakunnátta í öðru málinu virðist hafa áhrif á kunnáttu í hinu málinu hjá tvítyngdum einstaklingum (Thomas og Collier 1997) Virkt tvítyngi næst aðeins ef aðstæður bjóða upp á að þróa bæði tungumálin í fjölbreyttu samhengi og góð tengsl skapist við báða menningarheima. Virkt tvítyngi ;læra móðurmálið og íslenskuna samhliða skapar þau skilyrði sem nauðsynleg eru þróun tvítyngis. Það er nauðsynlegt að skilja að sú færni sem barnið öðlast í einu tungumáli, færist auðveldlega yfir á annað tungumál. Þ.e.a.s. börn sem lært hafa að lesa á móðurmálinu, þurfa ekki að læra að lesa aftur þegar þau læra nýtt tungumál, þar sem færninni hefur þegar verið náð. Þau þurfa aðeins að yfirfæra lestrarkunnáttu sína yfir á nýja tungumálið. Kristín Hjörleifsdóttir Meira en að segja það 28 December 2018
9
Lærum af reynslu nágrannalandanna Dæmi: Svíðþjóð
Lögbundin réttur til móðurmálskennslu Markmið: Móðurmálskennslan er til þess ætluð að auðvelda börnum og unglingum að þroskast sem tví/fjöl- tyngdir einstaklingar sem samsama sig fleiri menningarheimum Móðurmálskennsla er á vegum og kostuð af sveitafélögunum Þeir hafa rétt á móðurmálskennslu sem nota málið í daglegum samskiptum Réttur til stuðningskennslu á móðurmálinu (sv.Studiehandledning) eftir þörfum sérhvers nemanda Námsgreinin hefur námsskrá eins og aðrar námsgreinar Háskólarnir stunda markvissar rannsóknir á ýmsum þáttum er varða kennsluna í þeim tilgangi að bæta hana Hér á landi virðist það vera tilviljanakennt hvort eða hvernig stuðnngskennslu á móðurmálinu er háttað – og oft lítil samvinna við námsgreinakennara – ekki gert ráð fyrir slíkri samvinnu í skipulaginu og byggir því á frumkvæði kennaranna. Kristín Hjörleifsdóttir Meira en að segja það 28 December 2018
10
Hvernig gera nágrannalöndin? frh
Násskrá fyrir móðurmál í Stokkhólmi (Lgr 11)- samandregin markmið I námsgreininni MÓÐURMÁL eiga nemendur að öðlast forsendur til að þroska hæfileika sína til að: tjá sig munnlega og skriflega nota móðurmálið sem verkfæri fyrir málþroska sinn og nám geta aðlagað mál sitt að mismunandi markmiðum, viðmælendum og aðstæðum greina uppbyggingu tungumáls og fylgja málvenjum tungumáls lesa og greina bókmenntatexta og aðra texta í margvíslegum tilgangi hugleiða um hefðir, menningaleg fyrirbrigði og samfélagstengd málefni í þeim samfélögum /svæðum þar sem móðurmálið er talað út frá samanburði við við sænskar aðstæður. Dæmi frá nágrannalandinu Svíþjóð : Sveirarfélögunum ber skylda til að hafa námsskrá fyrir námsgreinina erlend móðurmál en það er gert til að samhæfa kennsluna og tryggja gæði hennar. Stefnt er aþví að allir móðurmálskennar séu með menntun sem slíkir ( en kennaraháskókar hafa sérstaka braut fyrir móðurmálkennara) og hafa gott vald á sænsku og kunnáttu um sænska menningu. – enn eru réttindalausir kennarar að kenna þessa námsgrein en þeir eru skyldaðir á reglubundin endurmenntunarnámskeið Móðurmálskennararnir vinna hjá sveitarfélaginu ,og hafa svipuð réttindi og skyldur og aðrir kennarar –t.d. hafa sína starfsdaga og endurmenntun eins og aðrir kennarar. Kristín Hjörleifsdóttir Meira en að segja það 28 December 2018
11
Jafnrétti í námi – málleg mannréttindi
Til að geta nýtt sér nám verður maður að skilja tungumálið sem það fer fram á Ekki er hægt að tengja fyrri þekkingu við nýja ef tenginguna vantar Kennsla í og stuðningur á móðurmáli er nauðsyn til að brúa bilið svo nemandinn geti notið jafnréttis við infædda nemendur Að viðhalda tungumáli sínu og menningu eru mannréttindi hvers einstaklings! Hvernig viljum við að samfélagið þróist?– staðreyndin er að við lifum í fjölmenningarsamfélagi. Ef stefna yfirvalda er að skapa jöfnuð í þessu samfélagi þarf að bæta möguleika allra uppvaxandi samfélagsþegna til menntunar og þar verður grunnurin einungis lagður með meiri áherslu á skipulagða móðurmálskennslu í samstarfi við skólana. Kristín Hjörleifsdóttir Meira en að segja það 28 December 2018
12
Tillögur til úrbóta Móðurmálkennsla verði á ábyrgð skólayfirvalda
Markviss námsvísir til að samræma innihald kennslunnar og tengja við markmiðin fyrir Íslenska sem annað mál Skipulögð samvinna móðurmálskennara og kennara í íslenska sem annað mál Móðurmálskennslan sé innbökuð í skóladag nemenda Aukinn stuðningur í námsgreinakennslu á móðurmálinu Aukin fræðsla til foreldra og skólafólks um þýðingu móðurmálskennslunnar Móðurmálskennarar nemenda með annað móðurál en íslensku hafa unnið gífurlega gagnlegt starf fyrir nemendur gegnum árin við erfiðar aðstæður og takmarkaðan stuðning skólaufirvalda. Í ljósi þeirrar þekkingar sem við höfum nú haft um nokkuð langan tíma um mikilvægi móðurmálsþroskans er timi til komin að þessi móðurmálkennsla fái meira vægi í skólanámi barnanna. Með markvissri móðurmálkennslu og samvinnu allra kennara sem koma að málþroskaferli nemendanna aukast líkurnar á að allir nemendur sitji við sama borð hvað varðar menntun í þessu landi. Kristín Hjörleifsdóttir Meira en að segja það 28 December 2018
13
Móðurmál allra skipta alla í skólasamfélaginu máli!
Kristín Hjörleifsdóttir Meira en að segja það 28 December 2018
14
Heimildir m.a. Aðalnámsskrá Grunnskóla 1999 Menntamálaráðuneytið
Corson,D (1994). Bilingual education policy and social justice. Í Teaching Bilingual Children. Ritstj. Adrian Blackledge England, Stoke-on-Trent Félagsmálaráðuneytið Janúar 2007 ; Stefna stjórnvalda um aðlögun innflytjenda Göteborgs Univeristet Institutionen för svenska språket; rapport från forskningscirkeln 2012 Thomas og Collier (1997 Stockholms stad heimasíða; slóð malsundervisning-/ Kristín Hjörleifsdóttir Meira en að segja það 28 December 2018
Liknande presentationer
© 2024 SlidePlayer.se Inc.
All rights reserved.